1. Forsíða
 2. Áslaug Jónsdóttir

Áslaug Jónsdóttir

Áslaug Jónsdóttir er fædd 1963. Hún er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð ásamt því að hafa stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 184 – 1885. Áslaug lauk námið í teikni- og grafíkdeild við Skolen for brugskunst/ DDS í Kaupmannahöfn árið 1989. Áslaug starfar nú sem bókverkakona; myndskreytir, rithöfundur og grafískur hönnuður. 

Verk unnin fyrir Menntamálastofnun: 

Myndskreytingar

 • Lesum saman, (ásamt fleirum) Iðunn Steinsdóttir tók saman.
 • Dúfur í Dalbæ eftir Arnheiði Borg og Ragnveigu Löve.
 • Komdu og skoðaðu hringrásir eftir Sigrúnu Helgadóttur.
 • Komdu og skoðaðu fjöllin eftir Sigrúnu Helgadóttur.
 • Rumur í Rauðhamri eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.

Höfundur og myndskreytir

 • Unugata.
 • Ég heiti Grímar

Viðurkenningar:

 • Viðurkenning Barnabókaráðsins, Íslandsdeildar IBBY 1993.
 • Viðurkenning úr Bókasafnssjóði höfunda 1999.
 • Tilnefning til H.C. Andersen-verðlaunanna árið 2000 fyrir myndskreytingar í barnabókum 1999.
 • Tilnefning til Barnbókaverðlauna Reykjavíkur fyrir myndskreytingar í Sögunni af Bláa hnettinum 1999.
 • Verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir framlag til myndskreytinga í barnabókum 2000.
 • Útnefning á Heiðurslista IBBY 2002 fyrir myndskreytingarnar í Sögunni af bláa hnettinum 2002.
 • Barnabókaverðlaun Vestnorrænaráðsins ásamt Andra Snæ Magnasyni, fyrir Söguna af Bláa hnettinum 2002.
 • White Ravens: Special mention 2004, International Youth Library (IYL), in Munich, Germany, fyrir Eggið 2004.
 • Útnefning á Heiðurslista IBBY 2004 fyrir myndskreytingarnar í Krakkakvæðum e. Böðvar Guðmundsson 2004.
 • Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2004 fyrir Nei! sagði litla skrímslið.
 • Val bóksala: „Besta barnabókin 2004“ Nei! sagði litla skrímslið.
 • Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2005 fyrir Gott kvöld.