Starfsgreinaráð

Menntamálastofnun hefur umsýslu og umsjón með starfsgreinaráðum.
sími: 5147500
netfang: [email protected]

 

 

Starfsgreinaráð eru skipuð af ráðuneytinu til nokkurra ára í senn á grundvelli laga um framhaldsskóla. Í reglugerð um skipan og störf starfsgreinaráða kemur fram á hvaða sviðum ráðin eru skipuð. Þau eru ráðgefandi hvert á sínu sviði og í þeim sitja fulltrúar af vinnumarkaði.

Aðalnámskrá framhaldsskóla

Hlutverk starfsgreinaráða

  • Veita mennta- og menningarmálaráðherra ráðgjöf um málefni starfsmenntunar á framhaldsskólastigi gefa honum umsögn um námbrautalýsingar sem skólar leita staðfestingar á.
  • Gera tillögur um almenn markmið náms og skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni sem námsbrautalýsingar byggjast á.
  • Gera tillögur um lokamarkmið náms.Setja viðmið fyrir skiptingu náms í skóla og á vinnustað og gera tillögur um uppbyggingu og inntak prófa í einstökum starfsgreinum.
  • Halda skrá um fyrirtæki og vinnustaði sem uppfylla skilyrði um vinnustaðanám.
  • Gera tillögur um námsbrautalýsingar fyrir einstakar námsbrautir.

Námsbrautalýsingar
Námsbrautalýsingar í starfsnámi byggja á starfalýsingum og hæfnikröfum sem starfsgreinaráðin skilgreina. Einnig veita ráðin umsögn um námsbrautalýsingar í starfsnámi sem skólar sækja um staðfestingu á.

Fagráð
Starfsgreinaráð stofna sérstök fagráð fyrir starfsgrein eða starfsgreinaflokk skipuð fulltrúum einstakra starfsgreina og fagkennurum skóla eða öðrum sérfræðingum. Hlutverk fagráða er að veita ráðgjöf um nýjungar og þróun starfsgreina á viðkomandi sviði og gera tillögur um sérstök tilrauna- og þróunarverkefni.