Lesmál

Lesmál er próf sem metur lestur og réttritun hjá nemendum í öðrum bekk grunnskóla. Prófið er hannað með það að markmiði að það verði þægilegt í notkun fyrir kennara og nemendur og er það staðlað fyrir apríl. Prófið metur sértæka færniþætti eins og umskráningu og réttritun ásamt því að reyna á lesskilning og lestrarhraða. Megin styrkleiki prófsins er sá að það tekur á ólíkum hliðum lestrar jafnframt því að vera stutt og einfalt í notkun.

Öll prófgögn Lesmáls (Nemendahefti, Leiðbeiningar um fyrirlögn, Lausnir, skráning stiga og úrvinnsla og Próffræðilegir eiginleikar) má finna inni á læstu svæði kennara undir námsgreininni; íslenska.