1. Forsíða
  2. Þjónusta
  3. Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum

Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Hægt er að vísa eineltismálum til fagráðsins ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn innan skóla eða sveitarfélags. Skal þá fagráðið veita ráðgefandi álit á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem því berast.

Þeir sem geta leitað til fagráðsins eru nemendur, foreldrar/forráðamenn og starfsfólk grunn- og framhaldsskóla. Einnig aðilar sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi sem hefur stoð í grunnskólalögum. Átt er við alla starfsemi á vegum grunnskóla, m.a. starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla óháð rekstrarformi, félags- og tómstundastarf sem fram fer sem hluti af starfsemi grunnskóla, starfsemi skólabúða þar sem nemendur dvelja um stundarsakir og vettvangsferðir og skólaferðalög á vegum skólans eða foreldra.

 

Starfsmaður fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum:
Erla Ósk Guðjónsdóttir
sími: 514 7500
netfang: erla (hjá)mms.is