1. Forsíða
  2. Gerður Kristný

Gerður Kristný

Gerður Kristný er fædd árið 1970. Hún er með BA-gráðu í frönsku og almennri bókmenntafræði og nám í hagnýtri fjölmiðlun. Gerður Kristný starfar sem rithöfundur og skáld. 

Verk unnin fyrir Menntamálastofnun: 

  • Vinir Afríku - Smábók
  • Græni gaukurinn - Smábók 
  • Drekadansinn - Smábók
  • Draugasagan - Smábók 
  • Lestrarlandið - Sögubók
  • Smásagnasmáræði - Smásagnasafn

Viðurkenningar:

  • Tilnefning til Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunanna fyrir Garðinn, 2010.
  • Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Garðinn, 2008.
  • Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabókina Höggstað, 2007.
  • Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu, 2005.
  • Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Myndina af pabba – Sögu Thelmu, 2005.
  • Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skáldsöguna Bát með segli og allt, 2004.
  • Bókaverðlaun barnanna 2002 fyrir Mörtu smörtu, 2003.
  • Fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Litrófs, menningarþáttar Ríkissjónvarpsins, fyrir ljóðið Fok, 1992.