1. Forsíða
  2. Hanna Kristín Stefánsdóttir

Hanna Kristín Stefánsdóttir

Hanna Kristín Stefánsdóttir er fædd 1939. Hún er með meistarapróf í kennslufræðum.Hanna Kristín starfar nú sem verktaki, meðal annars við þýðingar fyrir Námsgagnastofnun og sem prófarkalesari fyrir ýmsa aðila, bæði stofnanir og einstaklinga. Hanna Kristín var upplýsingafulltrúi Námsgagnastofnunar 1988 – 1997. Jafnframt var hún ritstjóri í stærðfræði hjá Námsgagnastofnun um árabil. Hanna Kristín hefur verið afkastamikill yfirlesari hjá Námsgagnastofnun um árabil. 

Verk unnin fyrir Menntamálastofnun: 

Höfundarvinna

  • Jóladagatal 2006
  • Vinnuvernd – fræðsla fyrir ungt fólk (glærur, 2006)
  • Námsefnið Stærðfræði í dagsins önn 1.–6., ásamt jafnmörgum æfingaheftum, kennarabókum og kennsluforritum (meðhöfundur).
  • Námsefnið Stærðfræði fyrir grunnskóla 1A–6B, alls 14 bækur, ásamt kennsluleiðbeiningum með hverri bók, svo og vinnuspjöld og hjálpargögnum á spjöldum sem fylgja nokkrum námsbókanna (meðhöfundur).

Þýðingarvinna 

  • Stærðfræðinámsefnið Sproti fyrir 1.–4. bekk: Kennarabækur, nemendabækur, æfingahefti og verkefnablöð fyrir hvert námsár.
  • Stærðfræðinámsefnið Stika fyrir 5.–7. bekk: Kennarabækur, nemendabækur, æfingahefti og verkefnablöð fyrir hvert námsár.
  • Stærðfræðinámsefni ð Skali fyrir 8.–10.bekk:Kennarabækur, nemendabækur, æfingahefti og verkefnablöð fyrir hvert námsár. (8. og 9. bekkur )
  • Kennsluleiðbeiningar með Við stefnum á margföldun og Við stefnum á deilingu.

Kennsluforrit – ásamt handbókum í nokkrum tilvikum

  • Keops pýramídinn (2002)
  • Dagblaðið (2001)
  • Myndaorðabókin (2000)
  • Ég (1995)
  • Mokoka. Netverkefni (1993 og 1994)
  • Heimshornaflakk (1994)
  • Myndir og orð (1993)
  • Lestrarglímur – Júmbó
  • Lestrarglímur – Bjarni fer út í heim