1. Forsíða
  2. Haustsmiðjur skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

Haustsmiðjur skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

Menntamálastofnun er þátttakandi í haustsmiðjum sem Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur heldur í Langholtsskóla 10. og 11 ágúst nk. Mikil fjölbreytni verður í námskeiðum sem grunnskólakennurum stendur til boða þessa daga.

Stofnunin er með fjórar kynningar þann 10. ágúst í Langholtsskóla auk þess sem sýning á nýju námsefni verður báða dagana. Ekkert þátttökugjald er á kynningar á vegum Menntamálastofnunar. 

Skráning á fyrirlestra er til og með 14. júní. 

  • Kveiktu á perunni - Íslenska á mið- og unglingastigi kl:11:00–12:00

    Kveiktu á perunni - íslenska á mið- og unglingastigi

    -Sigríður Wöhler ritstjóri hjá Menntamálastofunun

    Markhópur: Kennarar á mið og unglingastigi
    Markmið: Í nýju námsefni í íslensku er nálgun og efnistök með breyttu sniði. Þessari málstofu er ætlað að skoða hvernig komið er til móts við áherslur í aðalnámskrá í útgefnu námsefni í íslensku á mið- og unglingastigi. Skoðað verður hvað hefur breyst og hvernig efnistök taka mið af breyttum áherslum.  Hvaða aðferðir nota höfundar til að kveikja á perunni, efla neistann og viðhalda loganum? Hvernig nýtist það kennurum og hvernig getur námsefni í íslensku  komið til móts við vinnu kennara í því að efla læsi og lesskilning?
    Inntak: Fyrirlestur og umræður
    Fjöldi kennslustunda: 1

    Hvenær: 10. ágúst kl. 11-12
    Hvar: Langholtsskóli
     

  • Litróf náttúrunnar - Eðlisfræði 1, 2 og 3 kl. 12:30–13:30

    Litróf náttúrunnar.  Eðlisfræði 1, 2 og 3

    -Tryggvi Jakobsson ritstjóri hjá Menntamálastofnun

    Markhópur: Kennarar sem kenna á unglingastigi
    Markmið: Að þátttakendur kynnist uppbyggingu og kennslufræðilegum áherslum í nýju námsefni í eðlisfræði fyrir unglingastig grunnskóla.
    Inntak: Á undanförnum árum hafa komið út samtals sex bækur í bókaflokknum Litróf náttúrunnar, þrjár bækur í líffræði, sem komu fyrst út á árunum 2010 og 2011, og aðrar þrjár í eðlisfræði sem komið hafa út á árunum 2014–2016. Þetta efni er allt þýtt og staðfært úr sænsku. Farið verður í stuttu máli yfir efni og uppbyggingu eðlisfræðibókanna og bent á tengsl efnisins og hvernig mögulegt er að nálgast það í kennslu. Bent verður á ítar- og stuðningsefni sem til boða stendur, meðal annars á vef Menntamálastofnunar og víðar.

     

  • Skali – Nýtt námsefni í stærðfræði á unglingastigi - 10. ágúst kl. 14.00–15:00

     Skali – Nýtt námsefni í stærðfræði á unglingastigi

    - Auður Bára Ólafsdóttir, ritstjóri í stærðfræði hjá Menntamálastofnun

    Markhópur: Einkum stærðfræðikennarar á unglingastigi
    Markmið: Að kynna nýjar námsbækur í stærðfræði á unglingastigi ásamt fylgiefni
    Inntak: Árið 2014 hófst útgáfa á Skala, námsefni í stærðfræði fyrir unglingastig. Út er komið námsefnið Skali 1A og 1B og Skali 2A og 2B. Nú er unnið að því að leggja lokahönd á vinnu við Skala 3A og 3B.  Rýnt verður í uppbyggingu og innihald námsefnisins ásamt því að skoða fylgiefni við bækurnar.
    Farið verður yfir hvernig norsku höfundar Skala hafa leitast við að setja námsefnið fram á faglegan hátt með rökrétta uppbyggingu og framvindu námsins í huga. Rýnt verður í markmið námsefnisins sem eru skýr og nákvæm jafnt fyrir nemendur sem kennara og hvernig hægt er að aðlaga námsefnið sem samanstendur af hagnýtum dæmum og verkefnum að þörfum allra nemenda í blönduðum námshópum.
    Fjöldi kennslustunda: 1
     

  • "Það eru töfrar í tölum" - Um ný lestarpróf kl. 15:15 -16:15

     "Það eru töfrar í tölum"

    - Andrea Anna Guðjónsdóttir og Bjartey Sigurðardóttir.

    Kynning á nýjum stöðuprófum sem Menntamálastofnun vinnur að ásamt að rýnt er í tilganginn með að leggja fyrir skimanir og próf. Það er mikilvæg færni í nútíma samfélagi að vera vel læs.

    Til þess að meta árangur af kennslu er gott að hafa aðgang að stöðluðum matstækjum sem gefa greinagóðar upplýsingar um stöðu hvers nemanda, ásamt samræmdum lestrarviðmiðum.

     
    Að undanförnu hefur verið unnið að gerð stöðuprófa í lestri fyrir grunnskólanemendur. Þessi próf eru stöðluð fyrir 1.-10 bekk grunnskóla og taka þau á ýmsum þáttum læsis svo sem lesfimi, lesskilningi og ritun. Stöðuprófin, sem byggja á aðalnámskrá grunnskóla, eru ekki ætluð til birtingar heldur eru þau fyrst og fremst hugsuð sem verkfæri fyrir viðkomandi skóla til að bæta kennslu og koma til móts við þarfir nemenda.

    Með þessum nýju prófum fá grunnskólar í hendur verkfæri til að halda utan um lestrarferil allra nemenda sinna frá 1.-10. bekk. Prófin verða frí til afnota fyrir alla grunnskóla, hvort sem óskað er eftir að nota prófin í heild eða hluta þeirra.

    1. kennslustund
     

 

Alls verða 32 námskeið í boði fyrir grunnskólakennara í Reykjavík og Mosfellsbæ. Sem dæmi má nefna að hægt verður að læra um sjö víddir ritunar, kynfræðslu, leikbrúðugerð, smíði rafeindrása, samstarf við foreldra og samtalsfærni, stærðfræði á öllum aldursstigum grunnskólans, rafbækur, spjaldtölvunotkun og skýjalausnir í skólastarfi.

Skoða auglýsingu
Skoða innihald fyrirlestra
Skráning á námskeið