Mímir - Símenntun hefur umsjón með skráningu og gefur upplýsingar um íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt.
Skráning í prófið er rafræn - Skráning
Registration for the test is on-line - Registration
Um prófið
Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt verður haldið tvisvar á ári, að vori og hausti. Prófið miðast við lokamarkmið í grunnnámi í íslensku fyrir útlendinga (240 stundir), samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins. Markmiðin eru að umsækjandi þarf:
- að geta bjargað sér við daglegar aðstæður í skóla, vinnu og einkalífi;
- að geta bjargað sér við óvæntar aðstæður
- að hafa öðlast nægilegt vald á orðaforða til að geta tekið þátt í umræðum um kunnugleg málefni
- að geta skilið einfaldar samræður milli manna;
- að geta lesið stutta texta á einföldu máli um kunnugleg efni
- að geta skrifað stuttan texta á einföldu máli um kunnugleg efni
- að geta greint aðalatriði í ljósvakamiðlum, sjónvarpi og útvarpi, þegar um kunnugleg efni er að ræða.
Í prófunum skal reynt á tal, hlustunarskilning, ritun og lesskilning.
Ekki verður gefin einkunn, heldur aðeins tilkynnt hvort próftaki hafi staðist lágmarkskröfur.
Sýnispróf/Practice examination
Applying for Icelandic citizenship? Further information at www.utl.is