Læsisráðgjafar

Andrea Anna Guðjónsdóttir

Leik- grunn- og sérkennari. Starfaði síðast sem sérkennslustjóri og verkefnastjóri íslensku í Krikaskóla, Mosfellsbæ. Einnig var hún leiðtogi við innleiðingu á Byrjendalæsi í Krikaskóla og Varmárskóla.

Auðun Valborgarson

Sálfræðingur, með reynslu úr rannsóknarvinnu, próffræði og tölfræðigreiningu.

Bjartey Sigurðardóttir

Leik- og grunnskólakennari, M.Ed. talmeinafræðingur, Starfaði síðast sem talmeinafræðingur við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, en auk þess var hún í hlutastarfi sem verkefnisstjóri læsisverkefnis hjá Hafnarfjarðabæ.

Brynja Baldursdóttir

Grunnskólakennari og hefur aðallega verið umsjónarkennari á yngsta stigi og unglingastigi um langt árabil. Einnig sinnt sérkennslu og lagt fyrir skimanir. Starfaði sem teymisstjóri í innleiðingu læsis  í Grunnskóla Hornafjarðar.

Elsa Pálsdóttir

Leik- og grunnskólakennari með M.Ed. í stjórnunarfræði menntastofnana. Starfaði síðast sem leikskólastjóri í Gefnarborg í Garði. Einnig hefur hún stýrt þróunarverkefnum, nú síðast  Brú milli tungumála sem hlaut styrk úr Sprotasjóði og Erasmus+.

Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir

Leik- og grunnskólakennari, með diplómu í „Námi og kennslu ungra barna“ ásamt M.Ed í „Hagnýtri menningarmiðlun“. Heiðrún hefur unnið í leikskólum frá 1990, m.a. sinnti hún stöðu leikskólastjóra hjá Hjallastefnunni.

Ingibjörg Þorleifsdóttir

Grunnskólakennari með framhaldsnám í sérkennslufræðum. Hefur  kennslureynslu frá 1. -10. bekk, aðallega í íslensku og stærðfræði. Kenndi lestur á yngsta stigi í mörg ár en hefur síðustu árin kennt nemendum á elsta stigi íslensku og stærðfræði. Hefur lagt fyrir öll greinandi skimunarpróf sem notuð eru í grunnskólum sl. 18 ár.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?