1. Forsíða
  2. Próf og mat
  3. Læsisverkefni

Þjóðarsáttmáli um læsi

Á haustdögum 2015 var undirritaður Þjóðarsáttmáli um læsi og voru það fulltrúar allra 74 sveitarfélaga landsins, ásamt menntamálaráðherra og fulltrúum Heimilis og skóla, sem undirrituðu sáttmálann. Markmið Þjóðarsáttmálans er að efla læsi barna og auka möguleika þeirra til virkrar þátttöku í samfélaginu.


Lesferill

Lesferill er heiti á matstæki sem unnið er af læsisteymi Menntamálastofnunar í samstarfi við aðra sérfræðinga stofnunarinnar. Lesferli er ætlað að meta grunnþætti læsis s.s. lesfimi, lesskilning, ritun, orðaforða og málskilning.