1. Forsíða
  2. Próf og mat
  3. Ytra mat skóla
  4. Ytra mat leikskóla
  5. Markmið og tilgangur ytra mats á leikskólum

Markmið og tilgangur ytra mats á leikskólum

Markmið og tilgangur ytra mats á leikskólum

Meginstef ytra mats er að það sé leiðbeinandi og framfara- og umbótamiðað og stuðli að betri skóla. Leiðarljósið er ávallt nemandinn, réttur hans og þarfir.

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í leikskólum er samkvæmt 17. gr. laga nr. 90/2008 að:

  • veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra,
  • tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla,
  • auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum,
  • tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum.

Með ytra mati er unnið að öllum þessum markmiðum og lögð sérstök áhersla á að efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla, styðja skóla, stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi, hvetja kennara til að vinna saman að því að bæta eigin starfshætti og vera skólum hvati til frekari skólaþróunar.