1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Heimurinn minn

Heimurinn minn

Opna vöru
 • Höfundur
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sigrún Helgadóttir og Björn Valdimarsson
 • Upplestur
 • Felix Bergsson
 • Myndefni
 • Næst ehf.
 • Vörunúmer
 • MMS0128
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2005
 • Lengd
 • 200 bls.

Meginmarkmið með þessum vef er að auka þekkingu nemenda á umhverfismálum og að þeir fái jákvætt viðhorf til umhverfisins. Enn fremur að þeir fái tækifæri til að leita eigin lausna og vinna raunhæf verkefni um umhverfismál.  Efnið tengist öllum námsgreinum grunnskólans og í raun öllu skólastarfi, heimilum og samfélaginu öllu.

Á vefnum eru yfir 200 síður með fróðleik um umhverfismál fyrir börn og unglinga. Einnig er fjöldi ljósmynda, teiknaðra mynda, myndbanda og verkefna í formi hermileikja.
Efni vefjarins er skipt í þrjú aldursstig; yngsta stig fyrir 6 til 9 ára aldurs, miðstig fyrir 10 til 12 ára aldurs og efsta stig fyrir 12 til 15 ára aldurs.
Allur texti er lesinn upp og viðamikill fróðleiksbanki fylgir efninu.

Heimurinn minn er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Menntamálastofnunar  sem styrkt var með fjárframlagi frá Íslenska upplýsingasamfélaginu.


Tengdar vörur