1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Hljóðfærni - Startpakki

Hljóðfærni - Startpakki

  • Vörunúmer
  • 2024

Hljóðfærni er greiningarpróf sem ætlað er nemendum í 1. bekk grunnskóla sem teljast í áhættuhópi vegna lesblindu. Um er að ræða einstaklingspróf sem hefur það að markmiði að greina nánar hljóðkerfisvanda nemenda og bera saman við jafnaldra. Prófið er ítarlegt og tekur á mörgum þáttum hljóðkerfis-vitundar, þar á meðal eru mörg verkefni sem greina hljóðavitund. Við uppbyggingu á Hljóðfærni var leitast við að hanna próf sem væri í senn þægilegt í fyrirlögn og höfðaði til barna á umræddum aldri. Einnig var lögð áhersla á að auðvelt væri að skipuleggja íhlutun í framhaldi af niðurstöðu greiningar. Byggt er á hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og kennurum leiðbeint sérstaklega með hvernig hægt er að taka á vanda þeirra barna sem eru með veikleika í hljóðkerfisvitund.

Úrvinnsla - Innskráning 

Athugið að próf eru ekki úthlutunarefni, þau þarf að greiða við pöntun. 

Panta prófgögn (Tímabundið er farið inn á eldri síðu) 

Verð: 36.800,- kr.

Athugið að Menntamálastofnun hætti aðkomu að námskeiðum 31. desember 2015 sl. Nánar hér.