Þetta hefti er í bókaflokknum Í undirdjúpunum sem eru æfingahefti í stærðfræði fyrir yngsta stig grunnskóla. Í þessu hefti er einkum fengist við samlagningu á bilinu 1-100. Talsverð áhersla er á notkun talnalínu og uppbyggingu sætiskerfisins. Heftið er 16 blaðsíður. Inni á bókarkápu aftast í bókinni eru kennsluleiðbeiningar.