1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Lesið til skilnings - Kennarahandbók

Lesið til skilnings - Kennarahandbók

Opna vöru
 • Höfundur
 • Anna Guðmundsdóttir
 • Vörunúmer
 • 9732
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2019

Lesið til skilnings er handbók sem ætlað er að kynna gagnvirkan lestur fyrir kennurum sem vilja efla lesskilning með nemendum sínum. Þyngd æfingaefnis miðast einkum við miðstig en vel má byrja að kenna nemendum í 3.-4. bekk aðferðina. Hún hentar líka nemendum á unglingastigi.

Kennarar eiga að geta notað handbókina sem leiðarvísi fyrir sjálfa sig til að kynna sér gagnvirkan lestur og til að kenna nemendum aðferðina í heilum bekkjum eða minni hópum. Æskilegt er að kennarar vinni saman, tveir eða fleiri, þegar þeir eru að kynna sér gagnvirkan lestur og byrja að kenna nemendum, svo að þeir geti stutt hver annan og deilt með sér reynslu.

Í bókinni er stuttlega fjallað almennt um lesskilning. Síðan er lýsing á gagnvirkum lestri, kennsluleiðbeiningar og dæmi um vinnu með texta. Stuttur kafli er um hvernig hægt er að meta framfarir nemenda í að beita gagnvirkum lestri. 

Æfingatextar eru á vef  ásamt lesskilningsverkefnum. Einnig eru dæmi um vinnublöð fyrir hópa í gagnvirkum lestri og leiðsagnarspjöld. 


Tengdar vörur