1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Listi yfir lestrarbækur eftir þyngdarstigi – 2018

Listi yfir lestrarbækur eftir þyngdarstigi – 2018

Opna vöru
 • Höfundur
 • Þóra Kristinsdóttir
 • Vörunúmer
 • MMS0208
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2018

Allir lestrarkennarar þekkja nauðsyn þess að geta gripið til við­bótarlesefnis í tengslum við byrjendakennslu í lestri.

Hjá Menntamálastofnun hefur komið út töluvert af slíku efni. Hér er gerð tilraun til að flokka þetta lesefni með tilliti til þess hvernig best má nýta það við lestrarkennslu byrjenda og fyrstu lestrar­þjálfun nemenda. Tilgangurinn með þessari flokkun er að auðvelda kennurum að finna hentugt viðbótarlesefni í hverju tilviki.*

Um er að ræða fimm flokka auk flokks sem nefnist „Bók og hljóð­bók“ en hljóðbókum má hala niður af vefsíðu Menntamálastofnunar

Þyngdarstigi og framsetningu textans innan hvers flokks er lýst í stuttu máli í upphafi. Einnig er að finna lista yfir þær bækur sem taldar eru tilheyra hverjum flokki.

Listinn var uppfærður 2018.