Lestrarspilið samanstendur af u.þ.b. 280 spjöldum með myndum, orðmyndum og setningum.
Spilið skiptist í fjóra hluta í samræmi við vinnubækur námsefnisflokksins Listin að lesa og skrifa. Helsta markmið spilsins er að gera lestrarkennsluna skemmtilega og auðvelda kennurum að þjálfa hljóðgreiningu, lestur stakra orða og stuttra setninga á fjölbreytilegan hátt. Það er einkum ætlað börnum sem þarfnast hægrar stígandi, skipulegra vinnubragða og mikillar endurtekningar við lestrarnámið. Stuttar leiðbeiningar fylgja.