Myndmennt

Opna vöru

Vefurinn Myndmennt er byggður á vefnum myndmennt.is. Á vefnum er að finna fjölbreytt úrval náms- og kennsluefnis fyrir myndmenntakennara og fleiri til kennslu, náms og upplýsingaöflunar. Auk þess eru þar ótal krækjur í myndlistartengt efni á veraldarvefnum. Markmið vefjarins er að koma til móts við eftirtalið: Meiri áherslu á einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti meiri eftirspurn eftir námsefni í myndlistarkennslu meiri notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Vefurinn inniheldur kennsluleiðbeiningar, krækjusafn, námsvefi og verkefni til útprentunar.