1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Ritbjörg – Kennsluleiðbeiningar

Ritbjörg – Kennsluleiðbeiningar

 • Höfundur
 • Guðlaug Guðmundsdóttir
 • Myndefni
 • Kristín María Ingimarsdóttir
 • Vörunúmer
 • 7695
 • Skólastig
 • Framhaldsskóli
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 1999
 • Lengd
 • 78 bls.

Ritbjörg er kennsluforrit sem aðstoðar notendur við að skipuleggja ritsmíðar. Grundvallarhugmyndin að forritinu er ferlisritun en hún gengur út á það að fólk skrifi í ákveðnum skrefum. Notandinn býr aðeins til efnisgrind að ritsmíð í forritinu. Því eru tvö fyrstu skrefin í ritunarferlinu í brennidepli. Forritið hefur að geyma líkön af ýmsum hagnýtum ritsmíðum t.d. sendibréfum, frétt, greinum, ritgerðum, skýrslum og smásögu. Kennsluleiðbeiningarnar eru einkum ætlaðar kennurum og skólafólki sem nota forritið. Þar segir frá þeirri kennslufræði sem forritið byggir á og myndræn framsetning ritsmíðanna er útskýrð. Hverju ritunarlíkani er lýst ítarlega, sagt er frá ritunarhugtökum sem því tengjast og dæmi sýnd um efnisgrind. Hugmyndir að ritunarverkefnum fylgja með hverju líkani. Að lokum er stuttur kafli sem fjallar um námsmat ritsmíða. Kennsluleiðbeiningar afgreiddar ásamt forriti (9410) nema annað sé tekið fram.


Tengdar vörur