1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Snerting, jóga og slökun – Handbók

Snerting, jóga og slökun – Handbók

Handbókin er hugsuð sem tækifæri til að nota snertingu, jóga- og slökunaræfingar á markvissan hátt í skólastarfi. Með því má stuðla að vellíðan barna og friðsæld og ró í umhverfi þeirra. Bókin er aðallega ætluð kennurum yngri barna en kennarar eldri barna geta nýtt sér hygmyndir úr henni og ekki má gleyma foreldrum og öðrum uppalendum. Þess má einnig geta að jógastöður, snerting og öndunar- og slökunaræfingar geta nýst fólki á öllum aldri og hvar sem er í skólakerfinu.