1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Stærðfræði í dagsins önn 3

Stærðfræði í dagsins önn 3

 • Höfundur
 • Hanna Kristín Stefánsdóttir og Sylvía Guðmundsdóttir
 • Myndefni
 • Jean Posocco
 • Vörunúmer
 • 6833
 • Skólastig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 1996
 • Lengd
 • 32 bls.

Í þessu hefti er m.a. fengist við röð aðgerða (margföldun og samlagningu), algeng almenn brot, kílógrömm og grömm o.fl. Námsbókaflokkurinn Stærðfræði í dagsins önn er ætlaður nemendum á unglingastigi sem ráða ekki við almennt námsefni í stærðfræði. Markmiðið er að þjálfa nemendur í útreikningum í daglegu lífi og auka leikni þeirra í að nota vasareikni. Blaðreikningur er ekki kenndur.
Gert er ráð fyrir að nemendur sem nota þetta efni þekki peninga, hafi náð nokkrum tökum á samlagningu og frádrætti, hafi kynnst margföldun og þekki talnahúsið. Flokkurinn skiptist í grunnbækur, æfingahefti og kennarahefti, alls 18 bækur.