1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Tyrkjaránið 1. þáttur – Náðarkjör

Tyrkjaránið 1. þáttur – Náðarkjör

 • Höfundur
 • Þorsteinn Helgason
 • Vörunúmer
 • 45040
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2002
 • Lengd
 • 44 mín.

Í fyrsta þætti myndarinnar um Tyrkjaránið er greint frá atburðunum á Íslandi sumarið 1627. Leiðin liggur til Grindavíkur, Bessastaða, sunnanverðra Austfjarða og Vestmannaeyja. Atburðarásin er rakin, sögusviðið skoðað og því er lýst hvernig sagan lifir í ritum, hugarheimi og þjóðsögum. Sagan er sögð með fjölbreyttum hætti - með samtímalist, íslenskri og erlendri; frásögnum heimamanna, tölvugrafík og barnateikningum. Tónlistin er að mestu leyti sótt í gamlan arf en með nútímasniði. Efnið fellur vel að aðalnámskrá í sögu fyrir miðstig þar sem fjallað er um samskipti Íslands við umheiminn frá siðaskiptum til um 1800. Tyrkjaránið er þar nefnt sérstaklega en myndin fjallar um ýmsa fleiri efnisþætti svo sem dönsk yfirvöld, trúvitund og lífsviðhorf manna. Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.Your ip address doesn't seem to be registered.

If you believe that is in error, please, call us at 514-7500 or use the "Was the material on this page useful?" form below to inform us about it (and be sure to leave your contact info).Tengdar vörur