1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Tyrkjaránið 2. þáttur – Fegurð þjáningarinnar

Tyrkjaránið 2. þáttur – Fegurð þjáningarinnar

 • Höfundur
 • Þorsteinn Helgason
 • Vörunúmer
 • 45046
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2002
 • Lengd
 • 46 mín.

Í öðrum þætti myndarinnar um Tyrkjaránið er grein frá herleiðingu íslenskra fanga í Noður-Afríku, einkum Algeirsborg. Sagt er frá Guðríði Símonardóttur og séra Ólafi Egilssyni en honum er fylgt eftir á ferð hans yfir Miðjarðarhaf og gegnum stríðshrjáða Evrópu til Kaupmannahafnar. Fjallað er um listsköpun sem sækir efnivið í Tyrkjaránið. Greint er frá sendiför danskra embættismanna sem tókst að kaupa átta Íslendingum frelsi árið 1645 þó að það yrði þeim sjálfum dýrkeypt. Að lokum er gengið í kirkju í Austur - Landeyjum og skoðuð altaristafla sem má teljast fórnargjöf frá tímum Tyrkjaránsins. Efnið fellur vel að aðalnámskrá í sögu fyrir 7. bekk þar sem fjallað er um samskipti Íslands við umheiminn frá siðaskiptum til um 1800. Tyrkjaránið er þar nefnt sérstaklega en myndin fjallar um ýmsa fleiri efnisþætti svo sem dönsk yfirvöld, trúvitund og lífsviðhorf manna. Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.Your ip address doesn't seem to be registered.

If you believe that is in error, please, call us at 514-7500 or use the "Was the material on this page useful?" form below to inform us about it (and be sure to leave your contact info).Tengdar vörur