1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Tyrkjaránið 3. þáttur – Morðengill

Tyrkjaránið 3. þáttur – Morðengill

 • Höfundur
 • Þorsteinn Helgason
 • Vörunúmer
 • 45047
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2002
 • Lengd
 • 42 mín.

Í þriðja þætti myndarinnar um Tyrkjaránið er skyggnst inn í samfélag ránsmanna, þeirra sem stóðu að baki Tyrkjaráninu á Íslandi 1627. Einkum er rakin slóð eins helsta forystumannsins, Hollendingsins Jans Janssonar, sem sjálfur hafði verið hertekinn en skipti um trú og gekk í lið með múslímskum sjóræningjum undir nafninu Múrat Reis. Enn fremur er fjallað um þjóðir og trúarhópa sem hér koma við sögu. Efnið fellur vel að aðalnámskrá í sögu fyrir 7. bekk þar sem fjallað er um samskipti Íslands við umheiminn frá siðaskiptum til um 1800. Tyrkjaránið er þar nefnt sérstaklega en myndin fjallar um ýmsa fleiri efnisþætti svo sem trúarátök, stjórnmál og hernað á 17. öld, enn fremur spurningar um samfélag og frelsi einstaklingsins. Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.Your ip address doesn't seem to be registered.

If you believe that is in error, please, call us at 514-7500 or use the "Was the material on this page useful?" form below to inform us about it (and be sure to leave your contact info).Tengdar vörur