1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Úti um mela og móa

Úti um mela og móa

 • Höfundur
 • Rannveig A. Jóhannsdóttir
 • Myndefni
 • Hlín Gunnarsdóttir
 • Vörunúmer
 • 5794
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2001
 • Lengd
 • 32 bls.

Námsbókin Úti um mela og móa er einkum samin fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, sem falla undir skilgreininguna lengra eða lengst komnir í íslensku máli í aðalnámskrá grunnskóla - íslenska, en nýtist einnig öðrum nemendum. Bókin fjallar í stuttu máli um Ísland, náttúru þess og lífríki. Við gerð hennar var höfð hliðsjón af ýmsum efnisþáttum sem fjallað er um í almennu námsefni í landafræði og náttúrufræði á miðstigi grunnskólans. Texti er stuttur og í bókinni er fjöldi mynda sem styðja vel við textann. Bókinni er bæði ætlað að stuðla að áhuga og þekkingu nemenda á náttúru og lífríki Íslands, vera eins konar brú yfir í almennt námsefni, og efla málvitund og málfærni þeirra á þessu sviði.


Tengdar vörur