Fræðslumynd í flokki tólf mynda þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast ungu fólki frá ýmsum löndum í hinum enskumælandi heimi. Fjallað er um náttúru, menningu, daglegt líf og fleira áhugavert.
Hver mynd er í tveimur útgáfum, með og án ensks texta.
Kennaraefni sem fylgir myndunum er á læstu svæði. Þar eru verkefni, handrit að texta og fleira. Lausnir eru einnig á læstu svæði.
Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.