Orðarún

Lesskilningsprófið Orðarún er ætlað nemendum í 3. til 8. bekk. Prófin eru stöðluð fyrir apríl og eru tvö próf fyrir hvern árgang. Kennarar hafa því tækifæri til að meta stöðu nemenda í upphafi og lok námslotu. Hvert próf samanstendur af tveimur textum og fylgja tíu fjölvalsspurningar eða fullyrðingar hvorum texta. Nemendur í 3. og 4. bekk velja á milli þriggja svarmöguleika en eldri nemendur velja á milli fjögurra svarmöguleika. Efni textanna þyngist eftir því sem nemendur eru eldri, orðum fjölgar og letrið minnkar. Spurningar verða að sama skapi þyngri.

Spurningar í Orðarún reyna í stórum dráttum á ferns konar færni:

• Að greina staðreyndir sem koma fram í texta, orðréttar eða umorðaðar.

• Að draga ályktanir af því sem ekki er sagt með berum orðum í texta.

• Að átta sig á meginefni texta.

• Að útskýra orð og orðasambönd.

Niðurstöður prófsins segja fyrst og fremst til um hvernig til hefur tekist í námi og kennslu og er prófið því leiðbeinandi um næstu skref fyrir nemandann í námi.

Handbók Orðarúnar og öll prófgögn má finna inni á læstu svæði kennara undir námsgreininni íslenska.