1. Forsíða
  2. Próf og mat
  3. Próf og mælitæki

Afgreiðsla prófa

Öll próf nema Leið til læsis eru seld þeim sem hafa leyfi til þess að nýta sér þau. Það er ekki hægt að panta próf og láta taka þau af kvóta skóla. Vefsalan tekur við debet- og kreditkortum en ekki er sendur reikningur. Þegar opnað er inn á prófin hér til hliðar eru upplýsingar um viðkomandi próf og hlekkur inn á vefverslun það sem prófin eru pöntuð. Tímabundið fer afgreiðsla prófanna í gegnum eldri síðu Námsgagnastofnunar þrátt fyrir að vefsala kennslubóka til almennings sé aflögð.


Breytingar á utanumhaldi námskeiða

Menntamálastofnun hætti aðkomu að námskeiðum fyrir notendur staðlaðra prófa 31. desember 2015 sl. Því verða engin námskeið haldin á vegum stofnunarinnar. Höfundar munu auglýsa námskeiðshald síðar.