1. Forsíða
  2. Próf og mat
  3. Samræmd könnunarpróf

Innleiðing rafrænna prófa á samfélagsmiðlum

Undirbúningur rafrænna samræmdra prófa stendur nú sem hæst og kappkostar Menntamálastofnun að miðla upplýsingum til að undirbúa nemendur og kennara sem best fyrir rafræna fyrirlögn í haust. Til að tryggja gott upplýsingaflæði hefur verið opnuð Facebook-síðan Innleiðing rafrænna prófa þar sem settar verða inn nytsamlegar upplýsingar.


Æfingapróf fyrir foreldra og kennara

Gefin hafa verið út æfingapróf, annars vegar fyrir foreldra og hins vegar fyrir kennara. Prófin eru hugsuð fyrir foreldra til að skoða og prófa kerfið sem börnin munu þreyta prófin á. Eins fyrir kennara til að geta undirbúið sig áður en að sjálfu prófinu kemur og kynna sér uppsetningu prófsins og ræsingu þess. Kennarar, jafnt sem foreldrar eru hvattir til að kynna sér prófið með því að fara í gegnum það.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?