1. Forsíða
  2. Þjónusta
  3. Fagráð eineltismála
  4. Skilgreining fagráðs á einelti

Skilgreining fagráðs á einelti

Skilgreining fagráðs eineltismála á einelti er skv. vinnuskilgreiningu óformlegs starfshóps á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis, þar sem fjallað var um hvernig staðan væri í eineltismálum í íslensku samfélagi. Hópurinn skilaði síðan af sér greinargerð um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum.

Skilgreiningin er eftirfarandi:

Endurtekin ótilhlýðileg og ámælisverð háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað endurtekið andlegt að líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna eða meðal nemenda eða milli nemenda og starfsfólks skóla.

Fagráðið áskilur sér rétt til að meta hvert mál fyrir sig óháð þessari skilgreiningu.