Sögur - Verðlaunahátíð barnanna

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna fór fram í fyrsta sinn í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 22. apríl. Um 2.000 börn á aldrinum 6-12 ára kusu þar sitt uppáhaldsefni á sviði tónlistar, bókmennta, sjónvarps og leikhúss, auk þess sem skapandi börn voru verðlaunuð.