Hvaða niðurstöður er hægt að sjá í Skólagáttinni?
Skólastjórnendur fá yfirlit yfir niðurstöður allra bekkja skólans. Kennarar og skólastjórnendur geta þannig séð stöðu og framfarir nemenda þrisvar sinnum yfir skólaárið. Með því að byggja á ítarlegum upplýsingum um stöðu bekkja og hvers nemanda geta skólastjórnendur, kennarar og skólar mótað áherslur í lestrarkennslu og komið betur til móts við þarfir nemenda. Einnig er hægt að prenta út einkunnarblað með niðurstöðum úr mati á lesfimi fyrir hvern nemanda.
Er möguleiki að sjá niðurstöður einstakra nemenda?
Það er hægt að sjá niðurstöður einstakra nemenda og framfarir þeirra.
Er möguleiki að skrá niðurstöður afturvirkt inn í Skólagáttina?
Nei, það er ekki hægt.
Hvar finn ég leiðbeiningar varðandi notkun Skólagáttar?
Allar leiðbeiningar sem varða notkun Skólagáttar er að finna á heimasíðu MMS undir: Próf og mat/Skólagáttin – leiðbeiningar.