Stuðningspróf

Stuðningsprófin eru stöðupróf fyrir grunnskóla þar sem staða nemandans miðað við jafnaldra er metin og einnig er hægt að sjá framfarir hvers og eins milli mælinga. Öll prófin taka mið af aðalnámskrá grunnskóla og fylgja þeim áherslum sem þar eru lagðar. Prófin eru aðgengileg til afnota fyrir alla grunnskóla þeim að kostnaðarlausu, hvort heldur sem óskað er eftir að nota þau í heild sinni, eða eingöngu hluta þeirra og þá hugsanlega að flétta notkun þeirra saman við önnur próf sem kennarar kjósa að leggja fyrir. Aðgengi að prófunum er rafrænt og eru þau vistuð inni í Skólagátt. Öll úrvinnsla prófanna er einnig rafræn.

Stuðningsprófin eru tvö:

  • Próf í sjónrænum orðaforða
  • Próf í orðleysulestri

Öll prófin eru stöðluð fyrir þrjú fyrirlagnartímabil á skólaárinu; september, janúar og maí.