Tæknilegar upplýsingar

Samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir rafrænt sem felur í sér að á prófdegi tekur nemandinn prófið á tölvu. Vegna þessa er mikilvægt að tæknimál séu vel yfirfarin. Hér fyrir neðan eru upplýsingar og leiðbeiningar er varða tæknimál.

Styrkur þráðlauss nets er mjög breytilegur og fer eftir fjölda aðgangspunkta, gæði og styrk merkis og hve margir notendur eru að nota aðgangspunktana. Nauðsynlegt er að prófa vel þráðlaust net með því að prófa marga á sama tíma. Aðgangur að kynningarprófi er á hér.

Veflás (Weblock) er forrit sem tryggir öryggi prófsins. Með Veflás er hægt að læsa prófviðmótinu þannig að nemendur geta ekki opnað próf ef önnur forrit í tölvunni eru opin sem gætu teflt öryggi prófsins í tvísýnu. Við opnun mun Veflás biðja um að öllum öðrum forritum sé lokað áður en fyrirlögn hefst. Þó nokkur forrit geta ógnað öryggi prófs, jafnvel einföld forrit eins og viðbót við vafra. Nauðsynlegt er að Veflás sé settur upp á öllum tækjum sem keyra eiga örugg próf áður en til próftöku kemur. Kerfisstjóraaðgang þarf til að setja Veflás upp.

Stýrikerfi sem styðja Veflás eru Windows og Mac. Upplýsingar um uppsetningu á Veflás er að finna hér.  

Lágmarkskröfur prófakerfa.

Spjaldtölvur
Prófakerfið styður iPad air (2013) og nýrri útgáfur. Auk þess er mögulegt að nota iPad Mini. Til að taka próf sem notar hljóðskrár (stuðningspróf) þarf að nota iPad Air eða nýrri. iPad 4 og eldri styðja ekki spilun hljóðskráa í læstu umhverfi. Leiðbeiningar um hvernig á að greina á milli útgáfna á iPad er að finna hér.

Við próf á iPad er notað appið Respondus Lockdown, útgáfa 4.6 eða nýrra, vinsamlega uppfærið ef eldri útgáfa er til staðar. Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á spjaldtölvum er að finna hér.

Eins og áður verður ekki unnt að taka próf á Android en hægt verður að nota Chromebook með nokkrum fyrirvörum.  

 • Veflás í borð- og fartölvur

  Setja þarf upp Veflás á tölvuna til að geta opnað prófið. Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar um hvernig setja skuli upp Veflás, skref fyrir skref.

  Ef þú lendir í vandræðum með að ná í Veflásinn fyrir Apple tölvur, þá má nálgast hann hér -> Veflás fyrir Apple

 • Veflás í iPad

  Setja þarf upp Veflás á iPadinn til að geta opnað prófið. Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar um hvernig hann er settur upp. 

 • Veflás fyrir Chromebook

  Hægt er að taka samræmdu könnunarprófin í Chromebook ef menntaleyfi (education license) hefur verið sett upp á tölvunni svo hún geti virkjað KIOSK mode.
  Hér eru ítarlegri leiðbeiningar um þá uppsetningu.

 • Innskráning í próf á borð- og fartölvum

  Leiðbeiningar um hvernig skuli skrá sig inn í prófið á borð- og fartölvum. 

 • Veflás í sýndarvélum

  Veflás í sýndarvélum virkar á sama hátt og í venjulegum tölvum. Athugið að nýjasta útgáfa Vefláss er nauðsynleg.

 • Innskráning í próf í iPad

  Leiðbeiningar um hvernig skuli skrá sig inn í prófið á iPad.  

 • Próftaka á borð- og fartölvum

  Leiðbeiningar um próftöku á borð- og fartölvum.

 • Slökkt á Auto correct í iPad

  Við fyrirlögn á iPad er vissara að slökkva á Auto correct. Vinsamlega skoðið leiðbeiningar um það.

 • Stækkun leturs á skjá í prófi

  Sá möguleiki er fyrir hendi að stækka letur á skjánum í borð- og fartölvum. Vinsamlega skoðið leiðbeiningar um hvernig það er gert. 

  Athugið að ekki er hægt að stækka letur á skjá í iPad, Apple-tölvum og Chrombook.