1. Forsíða
  2. Þjónusta
  3. Framhaldsskólar
  4. Viðurkenning einkaskóla til kennslu á framhaldsskólastigi

Viðurkenning einkaskóla til kennslu á framhaldsskólastigi

Viðurkenning einkaskóla til kennslu á framhaldsskólastigi

Einkaskólar á framhaldsskólastigi eru viðurkenndir á grundvelli 12. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Mennta- og menningarmálaráðherra getur veitt skólum, öðrum en opinberum framhaldsskólum, viðurkenningu til kennslu á framhaldsskólastigi. Menntamálastofnun metur umsókn skóla um viðurkenningu.
Tengiliður við verkefnið er:  Skúli Leifsson.

Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008

Umsókn

Með umsókn skal fylgja skólanámskrá, námbrautalýsing, vottorð um fjárhag, húsnæði. Að uppfylltum skilyrðum laga um framhaldsskóla og reglugerðar fær skóli viðurkenningu sem einkaskóli. Meðan á matsferli stendur eða fyrr skal skóli skipuleggja og leggja fram námsbrautalýsingu til staðfestingar.

Námsbrautalýsingar framhaldsskóla.
Námskrá.is – Umsókn um staðfestingu á námsbrautalýsingum
Handbók fyrir námskrárgrunn
Vinnuvefur kennara
Starfalýsingar og hæfnikröfur
Staðfestar námsbrautalýsingar á vef ráðuneytis

Hvað er viðurkenning einkaskóla?

Viðurkenning á einkaskóla felur hvorki í sér vilyrði um fjárframlög né skuldbindingu af hálfu ríkissjóðs. Hún veitir nemendum sem stunda nám á viðurkenndri námsbraut skólans ekki sjálfkrafa rétt til fyrirgreiðslu úr Lánasjóði íslenskra námsmanna. Byggi skólinn rekstur sinn á skólagjöldum gerir ráðuneytið/Menntamálastofnun þá kröfu að nemendur séu með staðfestum hætti upplýstir um gjöldin og skilmála sem gilda um innheimtu þeirra og rétt til endurgreiðslu. Viðurkenningarbréf skal birta á vef skóla ásamt skólanámskrá, námsbrautalýsingu og verðskrá og gjaldtökureglum, ef um slíkt er að ræða.

Skólanámskrá og námsbrautarlýsing

Skólar skulu benda nemendum á hvar skólanámskrá og námsbrautalýsing er birt og hvetja þá til að kynna sér skipulag á námsbraut, námskröfur og ákvæði um skyldur og réttindi nemenda og ábyrgð skólans á eigin starfsemi, áður en þeir eru teknir inn í skólann.

Afturköllun/endurnýjun viðurkenningar

Uppfylli skólinn ekki lengur skilyrði laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 eða reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi nr. 426/2010 er hægt að afturkalla viðurkenninguna. Ósk um endurnýjun viðurkenningar ásamt fullnægjandi gögnum þarf að berast a.m.k. þremur mánuðum áður en hún rennur út, eigi að vera tryggt að hægt sé að afgreiða hana fyrir þann tíma.

Skólar sem hafa fengið viðurkenningu

Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins er liti yfir viðurkennda einkaskóla.

Viðurkenndir einkaskólar

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?