Siðareglur matsaðila

Tilgangur með þessum reglum er að skapa matsaðilum siðferðilegan ramma til að starfa eftir. Reglunum er ætlað að stuðla að faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum og gefa til kynna á hvað er lögð áhersla í samskiptum matsaðila við þátttakendur og hagsmunaaðila skóla í ytra mati. Þeim er líka ætlað að skýra hvernig ætlast er til að matsaðilar bregðist við þegar þeir standa frammi fyrir siðferðilegum álitamálum við framkvæmd matsins.