1. Forsíða
  2. Aðgangspróf fyrir háskóla

Aðgangspróf fyrir háskóla

Aðgangspróf fyrir háskólastig eða A-próf er almennt og samræmt hæfnipróf sem notað er af deildum Háskóla Íslands við val á nemendum inn í grunnnám á háskólastigi. Í A-prófinu reynir á færni í málnotkun, talnaleikni, rökhugsun, lesskilningi og fleiri þætti. Prófið var þróað út frá erlendum fyrirmyndum svo sem SweSAT í Svíþjóð og ACT og SAT í Bandaríkjunum.

A-prófið á það sameiginlegt með þessum prófum að því er ekki ætlað að prófa einstök þekkingaratriði úr námsefni framhaldsskólans. Þess í stað er A-prófið hugsað sem hæfnipróf (e. aptitude test) sem prófi áunna færni nemenda eftir framhaldsskólanám og spáir þar með fyrir um getu þeirra til að ná árangri í háskólanámi. Niðurstöður úr fylgnirannsóknum gefa til kynna að A-próf spái vel fyrir um árangur í háskólanámi.

Aðgangspróf fyrir háskólastig