Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á skólaárinu og frekari þróun Matsferils, nýrrar verkfærakistu til kennara og skóla, hefst. Matsferill mun innihalda fjölbreytt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara til að fylgjast með námsframvindu nemenda og bæta nám þeirra og námsárangur.