Í næstu viku verða birtar nýjar niðurstöður úr PISA könnuninni sem lögð var fyrir árið 2018.
Af þessu tilefni mun Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), standa fyrir stuttri almennri kynningu á PISA könnuninni og hvernig túlka megi niðurstöður úr henni. Kynningin fer fram miðvikudaginn 27. nóvember kl. 12 að íslenskum tíma og áhugasamir geta skráð sig hér.
Hægt verður að bera upp spurningar fyrirfram í gegnum tölvupóst eða twitter.