Námsefnið er hugsað fyrir byrjendur í stærðfræði og samanstendur af 5 köflum sem sóttir eru í hæfni á ólíkum sviðum stærðfræðinnar samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla í stærðfræði. Kaflarnir eru tölur, rúmfræði, reikningur, mælingar og tölfræði og hnitakerfi.
Námsefninu er ætlað að mæta áherslum aðalnámskrár um þjálfun almennra viðmiða um stærðfræðilega hæfni þ.e. að geta spurt og svarað með stærðfræði, að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar og vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar. Verkefnin spæjarabók og af borði á gólf sem merkt eru með táknum í nemendabókinni eiga einnig að geta mætt þjálfun lykilhæfniþátta sem getið er um í kafla 18 um lykilhæfni. Í kennsluleiðbeiningum eru verkefnin útfærð nánar.
Stærðfræðispæjara 1 er hægt að nálgast sem prentaða bók og rafbók.
Námsefninu fylgja einnig góðar kennsluleiðbeiningar.