1. Home
  2. Bókablikk

Bókablikk

Væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar. Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.

Næsti útgáfudagur verður 6. nóvember 2019

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Stærðfræðispæjarar 1 kemur út 6. nóvember

Bókin er ítarefni í stærðfræði fyrir nemendur á yngsta stigi og er byggð upp á 5 köflum, tölur, rúmfræði, reikningur, mælingar og tölfræði og hnitakerfi. Verkefnum er þjálfa lykilhæfni er fléttað inn í kaflana auk verkefna er samþætta stærðfræði við aðrar námsgreinar eins og útikennslu, upplýsingatækni og íslensku.

Bókinni fylgja rafbók og kennsluleiðbeiningar á vef.

Smellið á bókina til að sjá sýnishorn.

skrifað 30. OKT. 2019.