Væntanlegt námsefni
Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar. Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.
Næsti útgáfudagur verður 6. nóvember 2019
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Saman gegn matarsóun kemur út 6. nóvember
Saman gegn matarsóun er verkefnabanki fyrir mið- og unglingastig þar sem farið er yfir matvælaframleiðslu og matarsóun og hvaða áhrif matvæli geta haft á samfélagið okkar í dag og fyrir komandi kynslóðir. Rafbókin samanstendur af 10 fjölbreyttum verkefnum um matarsóun í framleiðsluferli til matarsóunar á heimilum og skólum ásamt því hvaða fjárhagslegar og samfélagslegar afleiðingar það getur haft. Í rafbókinni eru einnig kennsluleiðbeiningar þar sem farið er yfir tengsl námsefnis við hæfniviðmið í náttúrugreinum, heimilisfræði og samfélagsgreinum og lykilhæfni.
Smellið á bókina til að sjá sýnishorn.