1. Home
  2. Bókablikk

Bókablikk

Væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar.

Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.

Næsti útgáfudagur verður 6. nóvember 2019

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hönnun Könnun kemur út 6. nóvember

Kennsluefninu Hönnun Könnun er ætlað að þjálfa nemendur í greinandi hugsun samhliða því að vinna á skapandi hátt.

Um er að ræða 17 verkefni sem þjálfa nemendur m.a. í mynd- og táknlæsi, færni í greinandi, gagnrýninni og skapandi hugsun og fjölbreyttum leiðum við hugmyndavinnu, skissugerð og hönnunarvinnu.

Lögð er áhersla á tengingu grafískrar hönnunar við grunnþættina sex og æfingar hugsaðar og flokkaðar út frá þeim og ýmsum snertiflötum þeirra við grafíska hönnun.

Kennsluefnið er ætlað kennurum í grafískri hönnun og myndmennt á unglingastigi grunnskóla.

Smellið á bókina til að sjá sýnishorn.


 

 

 

skrifað 25. OKT. 2019.