1. Home
  2. Bókablikk

Bókablikk

 

Væntanlegt námsefni

Tvisvar á ári, að vori og hausti, stendur Menntamálastofnun fyrir útgáfudegi námsefnis. Í aðdraganda útgáfudags er væntanlegt námsefni kynnt með BÓKABLIKKI í formi fréttabréfs til þeirra sem skráðir eru á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar. Bókablikkin birtum við svo flest á Facebook-síðu og vef Menntamálastofnunar.

Skráðu þig á póstlista námsefnis Menntamálastofnunar til þess að fá nýjustu fréttir af námsefnisútgáfunni hverju sinni.

Næsti útgáfudagur verður 6. nóvember 2019

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 Grænu skrefin! kemur út 6. nóvember

Grænu skrefin! er kennslubók í umhverfismennt. Umhverfismennt miðar að því að fólk gefi umhverfi sínu gaum og beri umhyggju fyrir því. Í bókinni er unnið að því að skerpa skynjun nemenda á umhverfinu og þjálfa þá í að greina eigin aðstæður. Bókin miðar að því að nemendur hugi að málefnum Jarðarinnar, taki eitt skref í einu. Hún bendir á leiðir sem hægt er að fara til að draga úr neyslu og endurnýta sem mest.

 Smellið á bókina til að sjá sýnishorn.

skrifað 28. OKT. 2019.