Dagur gegn einelti er í dag og í tilefni hans viljum við minna á fagráð eineltismála sem vinnur með mál nemenda í grunn- og framhaldsskólum.Til þess geta leitað nemendur, foreldrar/forráðamenn, starfsfólk skóla og aðrir sem starfa með börnum í starfi sem hefur stoð í grunnskólalögum.
Til að styðja betur við starf fagráðs eineltismála birti Menntamálastofnun í vorbyrjun á vef sínum upplýsingar um eineltismál þar sem hægt er að nálgast upplýsingar og góð ráð ásamt teiknimyndbandi um einelti.