1. Home
  2. Dagur leikskólans

Dagur leikskólans

Á morgun er 6. febrúar en sá dagur er árlega tileinkaður leikskólum.

Leikskólinn gegnir mikilvægu hlutverki í námi og þroska barna því þar er lagður nauðsynlegur grunnur að námsferlinu. Þessi grunnur er byggður upp með fjölbreyttum hætti í leikskólum landsins og við megum vera stolt af því frábæra starfi sem þar fer fram.

Í tilefni dagsins bendum við á Íslenska málhljóðakassann sem er er aukin og endurbætt útgáfa Málhljóðaspilsins. Málhljóðakassinn auðveldar kennurum að vinna með framburð, hljóðkerfisvitund, umskráningu og orðaforða.

Einnig bendum við á bókina Markviss málörvun: þjálfun hljóðkerfisvitundar eftir Helgu Friðfinnsdóttur, Sigrúnu Löve og Þorbjörgu Þóroddsdóttur. Bókin er einnig aðgengileg á pdf-formi

Við óskum starfsfólki leikskóla til hamingju með þeirra góða starf. Þá hvetjum við kennara og annað starfsfólk leikskóla til að vekja athygli á starfi sínu í tilefni dagsins og setja myndir inn á #dagurleikskolans.

skrifað 04. FEB. 2021.