1. Home
  2. Fjölbreytt lesefni eykur orðaforða

Fjölbreytt lesefni eykur orðaforða

Rannsóknir sýna að sumarfrí nemenda getur haft í för með sér afturför í námi því fyrri þekking og færni gleymist sé henni ekki haldið við. Afturför í lestrarfærni getur numið einum til þremur mánuðum á hverju sumri. Þetta eru svokölluð sumaráhrif. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar tillögur sem hægt er að styðjast við til að hjálpa barninu af stað í sumarlestrinum.

1. Lesið bækur um köngulær. Lesið bækur um skordýr eða köngulær. veltið við steini, þar liggur kannski skordýr í leyni.

2. Lesið uppskrift og bakið saman. Finnið uppskrift af uppáhalds köku barnsins, lesið uppskriftina og bakið saman

3. Lesið bók fyrir gæludýr. Eigið þið gæludýr eða á einhver sem þið þekkið gæludýr? Lesið öll saman.

4. Búið til notalegt leshorn. Með púðum, teppum og uppáhalds bókunum.

5. Skrifið saman innkaupalista fyrir næstu búðarferð. Taktu barnið með í matvörubúðina og lesið hann upphátt í búðinni.

6. Búið til orðabók eða stafabók. Safnið orðum eða stöfum í sumarfríinu. Getið þið fundið samheiti orða?

7. Leiðist ykkur stundum í bílnum á ferðalagi? Lesið, syngið eða hlustið á hljóðbók saman í bílnum.

Sæktu dagatal á íslensku, english eða polski.

 

skrifað 05. JúL. 2019.