Hvernig get ég orðið kortalæs?
Á vefnum Heimsreisa er tilvalið verkfæri til að þjálfa kortalæsi með því að læra að nota Google Earth sem býður upp á fjöldamarga möguleika t.d. að mæla fjarlægðir, skoða staði í fjarlægum löndum og margt fleira.
Á vefnum eru 18 verkefni sem kenna hvernig hægt er að gera Google Earth að öflugu náms- og kennsluverkfæri.
Verkefnin eru sniðin að nemendum og miða að því að auka hæfni þeirra í notkun Google Earth hvort heldur er í skóla eða utan hans. Eitt af hæfniviðmiðum aðalnámskrár í samfélagsgreinum er að nemendur verði hæfir í kortalæsi og þetta verkfæri getur stuðlað að því.
Við minnum á Fræðslugáttina þar sem má finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem nýst getur skólasamfélaginu.