1. Home
  2. Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla

Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla

Heftið Hæfnirammar í íslensku fyrir fjöltyngd börn í leikskóla er komið á vef Menntamálastofnunar.

Hæfnirammarnir voru unnir samhliða endurskoðun aðalnámskrár leikskóla fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið með námsþarfir fjöltyngdra barna í huga. Þeim er fyrst og fremst ætlað að vera uppspretta fjölbreytilegs leikskólastarfs sem styður við framfarir barna í íslensku.

Það er von þeirra sem komu að vinnunni að hún skili sér fyrst og fremst í öflugu og gleðiríku leikskólastarfi þar sem fjöltyngd börn fá tækifæri til að leika með tungumálið á virkan hátt og taka reglulegum framförum í íslensku, bæði í skilningi og tjáningarfærni.

skrifað 25. MAR. 2021.