Skráningar vegna næstu íslenskuprófa fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt hefjast 16. mars og standa til 12. maí. Mímir - Símenntun hefur umsjón með skráningu og gefur upplýsingar um íslenskuprófið. Prófgjaldið er 35.000 kr.
Næstu íslenskupróf verða sem hér segir:
- Akureyri, miðvikudaginn 26. maí kl. 13:00
- Egilsstaðir, fimmtudaginn 27. maí kl. 13:00
- Ísafjörður föstudaginn 28. maí kl. 13:00
- Reykjavík, vikuna 31. maí til 4. júní kl. 9:00